Kórónuveirusmit í Langholtsskóla

2. bekkur Langholtsskóla var sendur í sóttkví.
2. bekkur Langholtsskóla var sendur í sóttkví. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allir nemendur í 2. bekk Langholtsskóla eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður skólans var greindur með kórónuveiruna á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í tölvupósti til foreldra barna sem stunda nám við skólann.

Smitið hefur einnig áhrif á á starf í 1.- 4. bekk skólans, þar sem flestir starfsmenn stigsins þurftu líka að fara í sóttkví. Nemendur 2. bekkjar munu vera í sóttkví í tæpa viku, eða frá 21.-27. október.

Þá mun kennsla í 5.-10. bekk halda hefðbundnu sniði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert