Hefur ekki upplýsingar um ráðningu Karenar

Kar­en fékk greidd­ar 12.764.265 krón­ur fyr­ir störf sín fyrir OS.
Kar­en fékk greidd­ar 12.764.265 krón­ur fyr­ir störf sín fyrir OS. Samsett mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kveðst engar upplýsingar hafa um það hvers vegna þáverandi orkumálastjóri, Halla Hrund Logadóttir, „hafi ákveðið að ráða samskiptastjóra í verktöku en ekki sem almennan starfsmann ríkisins [því] fellur það í hlut forstöðumannsins að svara fyrir það hvernig ráðning hans sem verktaka samrýmist lögum.“

Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Orku­stofn­un­ar (OS), fór í leyfi fyrir viku, en hún hef­ur sam­hliða þeim störf­um verið í innsta hring for­setafram­boðs Höllu Hrund­ar.

Líkt og greint hefur verið frá þá hefur Kar­en fengið greidd­ar 12.764.265 krón­ur fyr­ir þau störf síðan samn­ing­ur var um það gerður í fyrra­vor án aug­lýs­ing­ar eða útboðs.

Getur rúmast innan heimilda laga

Fjármálaráðherra segir í svari til Morgunblaðsins að hjá ríkinu sé það „meginregla að starfsfólk ríkisins er almennt skipað, sett eða ráðið í þjónustu ríkisins,“ líkt og mælt sé fyrir um í 1. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðningarsamband milli aðila sé meginregla í samskiptum starfsfólks og vinnuveitanda.

Regl­an er sú að ríkið ráði fólk til slíkra starfa í fulla vinnu, en verk­töku ekki beitt nema í þeim mun af­markaðri verk­efni og þá til mun skemmri tíma. Sam­skipta­stjóra OS er hins veg­ar að finna í skipu­riti stofn­un­ar­inn­ar, en hann starfar að sögn stofn­un­ar­inn­ar á ábyrgð orku­mála­stjóra.

Sigurður leggur ekki dóm á það hvort eðlilegt sé að samskiptastjóri OS sé verktaki, það geti eftir atvikum rúmast innan heimilda laga, en það sé á ábyrgð orkumálastjóra að stofnunin starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert