Framkvæmdir við varnargarða í Svartsengi hófust í dag. Við verðum í beinni frá Reykjanesi og ræðum við verktaka. Við verðum einnig í beinni frá samhæfingarmiðstöð almannavarna og heyrum í ríkislögreglustjóra um stöðuna.
Þá kemur Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í settið og fer yfir það sem gengur á undir yfirborði jarðar á Reykjanesi.
Auk þess heyrum við í fjölskyldu frá Grindavík sem hefur komið sér fyrir í sumarbústað og kíkjum á heimsþing kvenleiðtoga sem fór fram í Hörpu í dag.
Í Íslandi í dag heimsækir Kristín Ólafsdóttir flugskýlið á Keflavíkurflugvelli, sem hefur í áraraðir verið sannkallað karlaríki. Hún ræðir við þrjár konur um flugvirkjastarfið og áskoranirnar sem því fylgja.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.