Finnur fór upp fyrir Sigurð

Finni Frey Stefánssyni vel fagnað af fjölskyldumeðlimum þegar niðurstaðan lá …
Finni Frey Stefánssyni vel fagnað af fjölskyldumeðlimum þegar niðurstaðan lá fyrir í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pavel Ermolinskij varð í gær Íslandsmeistari í körfuknattleik í áttunda sinn þegar Valur sigraði Tindastól í úrslitum. 

Pavel hefur nú orðið meistari með tveimur liðum en hann varð sjö sinnum Íslandsmeistari með KR. Árið 2011 og sex ár í röð 2014-2019. Þar með tók Pavel fram úr sínum gamla vopnabróður úr KR, Helga Má Magnússyni, sem varð sjö sinnum meistari með KR. 

Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson stýrði KR til sigurs fimm ár í röð frá 2014-2018 og varð nú Íslandsmeistari í sjötta sinn. Ferill Finns sem meistaraflokksþjálfari spannar ekki langan tíma og hefur hann því verið einstaklega sigursæll.

Er hann orðinn sigursælasti þjálfarinn hjá körlunum eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp á Íslandsmótinu. Fór í gær upp fyrir Sigurð Ingimundarson sem varð fimm sinnum Íslandsmeistari karla sem þjálfari Keflavíkur. 

Ekki fyrsti kossinn sem Pavel smellir á bikarinn fræga en …
Ekki fyrsti kossinn sem Pavel smellir á bikarinn fræga en sá fyrsti í Valstreyju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fjórða sinn. Hann varð meistari með KR á árunum 2017-2019 og nú með Val. 

Bretinn Callum Lawson hefur orðið Íslandsmeistari með tveimur liðum því hann var í sigurliði Þórs í fyrr.a 

Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn en höfðu áður leikið til úrslita með Haukum árið 2018 en töpuðu þá fyrir KR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert