Fótbolti

RB Leipzig varði þýska bikar­meistara­titilinn

Aron Guðmundsson skrifar
Nkunku kom að báðum mörkum Leipzig í úrslitaleiknum
Nkunku kom að báðum mörkum Leipzig í úrslitaleiknum Vísir/Getty

RB Leipzig varð í kvöld þýskur bikarmeistari í knattspyrnu, annað árið í röð, eftir sigur á Frankfurt í úrslitaleiknum. 

Úrslitaleikur kvöldsins fór fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín en bíða þurfti lengi eftir fyrsta marki leiksins.

Það kom á 71. mínútu er Christopher Nkunku kom boltanum í netið fyrir RB Leipzig eftir stoðsendingu frá Dani Olmo.

Það var síðan Ungverjinn Dominik Szboszlai sem gulltryggði sigur RB Leipzig með marki á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Nkunku.

Þetta reyndist síðasta mark leiksins og varð RB Leipzig því þýskur bikarmeistari annað árið í röð og þá er þetta einnig í annað sinn í stuttri sögu liðsins, sem er stofnað árið 2009, sem það verður þýskur bikarmeistari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×