Keyptu dýrasta húsið í Kaliforníu

Hjónin eyddu 28 milljörðum íslenskra króna í nýja heimili sitt.
Hjónin eyddu 28 milljörðum íslenskra króna í nýja heimili sitt. AFP

Tónlistarhjónin Beyoncé og Jay–Z eru búin að festa kaup á nýrri eign í Malibu. Húsið kostaði hjónin heila 28 milljarða íslenskra króna og eru þetta dýrustu fasteignakaup er snúa að einbýli í ríki Kaliforníu. 

Heimilið var hannað fyrir Bill Bell Jr., erfingja sápuóperastórveldis. Foreldrar Bell, William og Lee Phillip Bell eru fólkið á bak við The Bold and The Beautiful eða Glæstar Vonir og The Young and the Restless. Það tók Bell Jr. rúmlega 15 ár að klára hönnun og byggingu hússins. 

Hannað af sjálfmenntuðum arkitekt

Nýja heimili Knowles–Carter fjölskyldunnar í Malibu var hannað af sjálfmenntuðum Pritzker–verðlaunahafa, japanska arkitektinum Tadao Ando, sem er þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að byggja nútímalistasafnið í Fort Worth. 

Næstdýrustu fasteignakaup í Bandaríkjunum

Kaup ofurhjónanna á nýja heimili sínu eru næstdýrustu fasteignakaupin í Bandaríkjunum en þakíbúð í 220 Central Park South, kostaði Kenneth Griffin, stofnanda og forstjóra Citadel, rúmlega 33 milljarða íslenskra króna árið 2019. 

TMZ

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg