Skylda eigandann til að tryggja skaðleysi rústanna

Rústirnar eu nágrönnum hússins til ama. Íbúaráð Vesturbæjar segir enn …
Rústirnar eu nágrönnum hússins til ama. Íbúaráð Vesturbæjar segir enn brunalykt af rústunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurborg hyggst gera eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í lok júnímánaðar skylt að tryggja að brunarústirnar geti ekki valdið skaða, hvorki á fólki né nærliggjandi byggð. Geri hann það ekki gæti borgin beitt dagsektum.

Þetta kemur fram í skriflegri fyrirspurn frá borginni við fyrirspurn mbl.is. 

Íbúar í nágrenni hússins hafa kvartað yfir rústunum sem þeir segja hættulegar. Nú síðast krafðist íbúaráð Vesturbæjar þess að rústirnar yrðu fjarlægðar, annaðhvort af eiganda hússins eða borginni sjálfri. 

„Nú verður ekki beðið lengur“

„Embætti byggingarfulltrúa sendi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðinu og lögreglunni bréf þar sem spurst var fyrir um það hvenær brunarústirnar myndu hætta að vera rannsóknarvettvangur. Ekkert svar hefur borist frá lögreglunni þrátt fyrir ítrekanir. Embættinu er ekki stætt á að óska eftir því að húsið verði rifið/hreinsað fyrr en staðfest hefur verið að rannsókn á vettvangi sé lokið,“ segir í svari við fyrirspurn mbl.is. 

Nú verður ekki beðið lengur og verður haft samband við eigandann og honum gert að tryggja það að rústin geti ekki valdið skaða, hvorki á fólki né nærliggjandi byggð. Verði ekki orðið við þeim tilmælum mun embætti byggingarfulltrúa nýta þau ákvæði sem fram koma í lögum og reglugerðum, sem m.a. getur falið í sér beitingu dagsekta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert