Flugvélar lenda á frosnu stöðuvatni

Tæplega 800 metra löng flugbraut er opin fyrir almenning á stöðuvatninu Lake Winnipesaukee í Alton Bay í ríkinu New Hampshire.

Flugbrautin liggur ofan á frosnu vatninu. Um leið og ísinn er orðinn að minnsta kosti 30 sentimetra þykkur alls staðar telst vera óhætt að lenda þar litlum flugvélum.

Flugmennirnir kvarta helst yfir því hversu hált er á flugbrautinni, eins og kemur fram í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert