Íslandsmet og Aldís á EM

Aldís Kara Bergsdóttir er að gera glæsilega hluti.
Aldís Kara Bergsdóttir er að gera glæsilega hluti. Ljósmynd/Skautasamband Íslands

Aldís Kara Bergsdóttir tryggði sér í gær sæti á Evrópumeistaramótinu á listskautum, fyrst íslenskra skautara.

Aldís tryggði sér þátttökurétt á mótinu með góðum árangri á Finlandia Trophy. Hún bætti eigið Íslandsmet í stuttu pógrammi er hún fékk 25,15 tæknistig og 45,45 stig í heildina. Með tæknistigunum var sæti á EM í höfn.

Íslenski skautarinn náði lágmarks tæknistigum fyrir Evrópumótið í frjálsu pógrammi í Þýskalandi fyrir tveimur vikum, en til að fá þátttökurétt á EM þarf að ná lágmarkinu í bæði stuttu og frjálsu prógrammi.

EM fer fram í Tallinn í Eistlandi frá 10. til 16. janúar á næsta ári. Aldís mætir aftur til leiks í dag á Finlandia Trophy er hún keppir í frjálsu prógrammi. Upphitunarhópur Aldísar fer af stað klukkan 13:20, en Aldís er væntanleg á ísinn klukkan 16:58.

Streymi af mótinu má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert