55 flóttabörn bíða eftir skólavist

Af skólalóð.
Af skólalóð.

Alls bíða nú í janúar 55 börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd eftir að hefja grunnskólagöngu, samkvæmt upplýsingum sem mennta- og barnamálaráðuneytið hefur aflað frá sveitarfélögum og Vinnumálastofnun.

Af þeim hópi hafa 22 börn þegar lokið heilbrigðisskoðun en ekki hafið skólagöngu. 15 þeirra eru í Hafnarfirði, fimm í Reykjavík og tvö í Reykjanesbæ.

Þetta kemur fram í svari mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Eydísi Ásbjörnsdóttur, varaþingmanni Samfylkingarinnar, um skólavist barna á flótta. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka