Puigdemont verður leystur úr haldi

Carles Puigdemont verður leystur úr haldi lögreglu.
Carles Puigdemont verður leystur úr haldi lögreglu. AFP

Dómstóll á Ítalíu hefur fyrirskipað að katalónski aðskilnaðarleiðtoginn Carles Puigdemont verði leystur úr haldi lögreglu á ítölsku eyjunni Sardiníu. Puigdemont verður þó að halda kyrru fyrir á eyjunni á meðan framsalsbeiðni frá Spáni er til skoðunar.

Frá þessu greinir BBC.

Puigdemont var handtekinn í gær en yfirvöld á Spáni gáfu út handtökuskipun á hendur honum. Lögfræðingar Puigdemont segja handtökuskipunina ekki lengur gilda og telja þeir að hann muni fá að ganga laus í dag. Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir utan skrifstofu ítalska ræðismannsins í Barcelona, höfuðborg Katalóníu, í morgun og kröfðust þess að hann yrði látinn laus.

Tekist að berjast gegn framsali

Yfirvöld á Spáni hafa ásakað Puigdemont, sem er fyrrum forseti katalónsku heimastjórnarinnar, um að hvetja til óeirða og aðstoða við skipulagningu á ólöglegri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017.

Puigdemont flúði í kjölfarið Katalóníu ásamt tveimur samstarfsfélögum sínum en níu aðrir katalónskir leiðtogar voru handteknir fyrir þátttöku sína í kosningunni. Þeir hlutu þó allir náðun af spænska forsætisráðherranum Pedro Sánchez síðastliðinn júní.

Puigdemont býr nú í Belgíu og hefur lögfræðingum hans hingað til tekist að berjast gegn öllum spænskum framsalsbeiðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert