Tæpir tólf milljarðar gengu ekki út

Eurojackpot.
Eurojackpot.

Fyrsti vinningur upp á rúmlega 11,8 milljarða króna gekk ekki út þegar dregið var út í Eurojackpot í kvöld. 

Alls fengu þrír annan vinning, rúmlega 115 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Þýskalandi og Noregi. 

Þá fengu alls 18 vinningshafar þriðja vinning, tæpar 11 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi (10), Noregi (2), Spáni, Tékklandi, Svíþjóð (2), Póllandi og Finnlandi. 

Einn var með allar tölur réttar í réttri röð í jókernum og fær sá 2 milljónir króna. Miðinn var seldur í Skúrnum að Aðalgötu í Stykkishólmi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert