Norðmenn nánast komnir í 8-liða úrslit

Goran Johannessen var markahæstur í liði Noregs í dag.
Goran Johannessen var markahæstur í liði Noregs í dag. AFP/Stian Lysberg Solum

Norðmenn eru nánast komnir í 8-liða úrslit heimsmeistaramóts karla í handknattleik eftir sigur á Katar í milliriðli 3 í Póllandi í dag. 

Norðmenn byrjuðu leikinn afar vel og skoruðu fimm fyrstu mörkin en hálfleikstölur voru 14:9 fyrir Noregi. Leikmenn Noregs juku aðeins forskot sitt í síðari hálfleik og unnu að lokum afar sannfærandi 

Goran Johannessen var markahæstur í liði Noregs með sex mörk. Abdelrahman Abdalla var markahæstur í liði Katar með fimm mörk. 

Norðmenn eru því gott sem komnir í átta liða úrslitin og hafa unnið alla sína leiki á mótinu. Leikur þeirra við Þjóðverja komandi sunnudag ræður hvort liðið endi í fyrsta sæti riðilsins. Katar er í næstneðsta sæti riðilsins og á ekki möguleika að komast í 8-liða úrslitin.

Króatar unnu sigur á Belgum í milliriðli fjögur í dag. Króatía náði stjórn snemma leiks og leiddi með átta mörkum í hálfleik, 21:13. Í seinni hálfleik skiptu liðin með sér mörkunum en Belgar komust aldrei nálægt Króötum sem unnu að lokum 34:26 sigur. 

Marin Jelinic var markahæstur í liði Króatíu með sex mörk en Arber Qerimi, Raphael Kotters og Tom Robyns voru þrír markahæstir í liði Belga með fjögur stykki. 

Króatía er með fimm stig í þriðja sæti riðilsins og á veikan möguleika að komast áfram. Belgar eru án stiga í næstneðsta sæti og á engan möguleika að komast í 8-liða úrslitin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka