T1 fyrstir að tryggja sér sæti í undanúrslitum

T1 er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í …
T1 er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. Ljósmynd/Riot Games

Úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Leauge of Legends hófst í dag í Laugardalnum. Viðureign dagsins var fyrsta viðureign af fjórum í fjórðungsúrslitum. T1 og Hanwha Life Esports mættust í viðureign dagsins, en sigurvegari viðureignarinnar er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

T1 luku riðlakeppni á toppi B-riðils, en Hanwha Life Esports voru í öðru sæti í C-riðli. T1 hafa spilað vel það sem af er móti og ljóst að liðið ætlar sé stóra hluti. Hanwha Life Esports komust í riðlakeppnina með velgengi í umspili og spiluðu ágætlega í riðlakeppninni þar sem þeir enduðu í öðru sæti.

T1 komnir í undanúrslit

Viðureign dagsins milli liðanna varð aldrei spennandi, en viðureigninni lauk með 3-0 sigri T1 í best-af-5 viðureign. Þýðir það að Hanwha Life Esports eru úr leik í mótinu, en T1 fara áfram í undanúrslit þar sem þeir mæta sigurvegara viðureignar DWG Kia og MAD Lions sem fer fram á sunnudaginn.

Kemur í ljós á morgun hvaða lið verður næst að tryggja sér sæti í undanúrslitum þegar önnur viðureign fjórðungsúrslita fer fram. Royal Never Give Up mæta EDward Gaming á morgun í best-af-5 viðureign sem hefst klukkan 12:00 en allir leikir viðureignarinnar verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð2 esport og Twitch rás Riot Games.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert