Hringvegi og göngum lokað í næstu viku

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Árni Sæberg

Á mánudags- eða þriðjudagskvöldi í næstu viku, 26. júlí eða 27. júlí, er stefnt á að malbika 800 metra langan kafla á hringveginum milli Kjalarness og Hvalfjarðarganga.

Veginum og göngunum verður lokað í báðar áttir og verður hjáleið um Hvalfjörð, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 22.00 til kl. 7.00. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.

„Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert