FH vann á Ísafirði

Jakob Martin Ásgeirsson var drjúgur fyrir FH í dag og …
Jakob Martin Ásgeirsson var drjúgur fyrir FH í dag og sækir hér að marki Harðar í fyrri leik liðanna. mbl.is/Óttar Geirsson

FH vann góðan tíu marka sigur á Herði, 40:30, í úrvalsdeild karla í handknattleik á Ísafirði í dag. 

Jafnræði var á milli liðanna mestallan fyrri hálfleikinn en undir lok hans náði FH þriggja marka forystu, 16:13. 

FH-ingar voru mun betri í seinni hálfleik og skoruðu fimm fyrstu mörk hans. Eftir það var verkefnið auðvelt fyrir Hafnfirðinga sem sigldu tíu marka sigri heim. 

Jakob Martin Ásgeirsson og Einar Örn Sindrason voru markahæstir í liði FH með sex mörk hvor. Harðarmennirnir Jón Ómar Gíslason og Jhonatan Santos voru einnig með sex hvor. 

FH-ingar eru í öðru sæti deildarinnar með 26 stig. Harðarmenn eru neðstir með tvö.

Mörk Harðar: Jón Ómar Gíslason 6, Jhonatan Santos 6, Leó Renaud-David 4, Axel Sveinsson 3, Alexander Tatarintsev 3, Guntis Pilpuks 2, José Esteves Neto 2, Suguru Hikawa 1, Guilherme Andrade 1, Endijs Kusners 1, Victor Iturrino 1. 

Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 9, Rolands Lebedevs 8.

Mörk FH: Jakob Martin Ásgeirsson 6, Einar Örn Sindrason 6, Jóhannes Berg Andrason 5, Birgir Már Birgisson 4, Ágúst Birgisson 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Daníel Matthíasson 3, Alexander Már Egan 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Atli Steinn Arnarson 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Egill Magnússon 1.

Varin skot: Phil Döhler 14, Kristján Rafn Oddsson  2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert