Atkvæðamest í Bandaríkjunum

Thelma Dís Ágústsdóttir
Thelma Dís Ágústsdóttir Ljósmynd/ballstatesports.com

Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir var atkvæðamest hjá Ball State Cardinals er liðið mátti þola 49:73-tap fyrir IUPUI í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Annan leikinn í röð var Thelma besti leikmaður Ball State og skoraði 10 stig, tók 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal einum bolta.

Thelma er 22 ára og lék sína fyrstu leiki með Keflavík aðeins 15 ára gömul. Varð hún einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar bikarmeistari. Þá var hún valin besti leikmaður Dominos-deildarinnar árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert