Blikar í bestu stöðunni

Damir Muminovic átti góðan leik með Breiðabliki í Vínarborg í …
Damir Muminovic átti góðan leik með Breiðabliki í Vínarborg í gær eins og flestallir leikmenn liðsins. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Breiðablik á raunhæfa möguleika á sæti í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir óvænt en verðskuldað jafntefli gegn gamla stórveldinu Austria Wien á Viola-leikvanginum í Vínarborg í gær, 1:1.

Að sama skapi eru möguleikar FH og Vals á að komast í þriðju umferðina ákaflega litlir eftir ósigra gegn norsku liðunum á heimavelli í gærkvöld. FH tapaði 0:2 fyrir Rosenborg í Kaplakrika og Valur tapaði 0:3 fyrir Bodö/Glimt á Hlíðarenda þannig að yfirburðir norskra liða gegn íslenskum í Evrópukeppni halda áfram.

Seinni leikir liðanna verða næsta fimmtudag þegar Austria Wien mætir á Kópavogsvöll en Valur og FH fara til Bodö og Þrándheims.

Betri á löngum köflum

Frammistaða Breiðabliks í Vínarborg í gær var frábær. Yfirleitt þurfa íslensk lið að verjast með kjafti og klóm gegn liðum sem eiga að vera sterkari en þau í Evrópuleikjum en það var alls ekki uppi á teningnum í Austurríki.

Blikar voru betri aðilinn á löngum köflum í leiknum og fengu betri færi en Austurríkismennirnir. 

Greinin um Evrópuleiki íslensku liðanna er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert