Handbolti

„Mér líður ekkert vel“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrekur Jóhannesson var niðurdreginn eftir leikinn gegn Aftureldingu.
Patrekur Jóhannesson var niðurdreginn eftir leikinn gegn Aftureldingu. vísir/diego

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir að hans menn töpuðu fyrir Aftureldingu, 35-26, í undanúrslitum Powerade-bikars karla í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur við hvernig Stjörnumenn byrjuðu leikinn.

„Það sem er svekkjandi. Birkir [Benediktsson] og Þorsteinn [Leó Gunnarsson] eru sterkir leikmaður og þeir koma af krafti í árásir. Við vissum þetta allt en þeir gerðu þetta vel og voru áræðnir og ákveðnir. Ef þú tapar þessu baráttu strax í byrjun og klikkar þar að auki á hraðaupphlaupum og dauðafærum,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leik.

„Það getur alveg gerst að maður klikki á vítum en hvað þetta var slappt varnarlega og markvarslan var líka slök. Ég er mjög ósáttur með tóninn strax í byrjun og skil hann ekki. Það var fullt af Garðbæingum í Höllinni, það heyrðist meira í þeim og ég var mjög ánægður með þá.“

Patrekur reyndi ýmislegt til að breyta gangi mála en ekkert gekk.

„Ég róteraði mikið, reyndi sjö á sex en þessi byrjun,“ sagði Patrekur svekktur.

„Það smitaðist út í allt. Þegar þú lendir í erfiðleikum fara menn oft að hugsa um að gera þetta sjálfir. Mér líður ekkert vel og það tekur tíma að jafna sig á þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×