Enn eitt smitið á Ólympíuleikunum

Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast í vikunni.
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast í vikunni. AFP

Tékkneski strandblaksleikmaðurinn Ondrej Perusic hefur greinst með kórónuveiruna.

Hann fór í reglubundna skimun í ólympíuþorpinu í Tókýó að því er kemur fram í tilkynningu frá ólympíunefnd Tékklands.

Einstaklingur úr starfsliði Tékka hafði greinst með veiruna á laugardaginn við komu sína frá Prag til Tókýó.

Smit tengd leikunum eru nú á sjötta tug og flest þeirra hafa komið upp hjá starfsfólki landsliða og skipuleggjendum leikanna.

Smit hjá keppendum eru nú orðin sex talsins. Tennis-stjarnan bandaríska, Coco Gauff, tilkynnti í gær að hún hafi smitast og yrði því ekki með á Ólympíuleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert