Hátindur bylgjunnar að baki í Frakklandi

Franskir ráðamenn ræða við apótekara í borginni Crozon í morgun.
Franskir ráðamenn ræða við apótekara í borginni Crozon í morgun. AFP

Hátindur annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins í Frakklandi gæti verið að baki. Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti þetta í dag en varaði á sama tíma við því að halda þyrfti áfram varúðarráðstöfunum til að verjast frekari útbreiðslu.

Staðfestum nýjum tilfellum fækkaði um 40% í síðustu viku og innlögnum á sjúkrahús um 13%. Níu prósent færri liggja einnig inni á gjörgæslu.

Tíðindunum fylgir vatn á myllu búðareigenda sem talað hafa fyrir því að fá að opna aftur verslanir sínar fyrir jólagjafainnkaupin mikilvægu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka