Listi Miðflokksins í Reykjavík suður samþykktur

Fjóla Hrund Björnsdóttir leiðir lista miðflokksins.
Fjóla Hrund Björnsdóttir leiðir lista miðflokksins. Ljósmynd/Fjóla Hrund Björnsdóttir

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík suður var samþykktur á félagsfundi Miðflokksfélags Reykjavíkur í kvöld. Listinn fékk samþykki 74% atkvæða. Fjóla Hrund Björnsdóttir leiðir listann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Í öðru sæti listans er Danith Chan lögfræðingur. Snorri Þorvaldsson eldri borgari skipar þriðja sæti listans. Tveir framkvæmdastjórar fylgja svo í kjölfarið, Ómar Már Jónsson í fjórða og Anna Björg Hjartardóttir í fimmta. Patience Adjahoe Karlsson kennari er svo í sjötta sæti listans. 

Þá er Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi þingmaður í heiðurssæti listans, því tuttugasta og öðru. Listann má sjá í heild sinni hér neðar. 

Efstu sex frambjóðendur Miðflokksins í Reykjavík suður.
Efstu sex frambjóðendur Miðflokksins í Reykjavík suður. Ljósmynd/Aðsend

Átök hafa einkennt uppstillingar á listum Miðflokksins fyrir komandi kosningar, en ákall hefur verið meðal flokksmanna um að jafna kynjahlutföllin á listum flokksins.

Líkt og greint var frá á dögunum var tillaga uppstillingarnefndarinnar felld á félagsfundi miðflokksmanna nú á dögunum. Fjölmenntu stuðningsmenn Þorsteins Sæmundssonar á fundinn og felldu listann en tillaga nefndarinnar var á þann veg að Fjóla Hrund skyldi leiða listann, en ekki sitjandi oddviti, Þorsteinn Sæmundsson.

Boðað var til oddvitakjörs í kjördæminu og skákaði Fjóla Þorsteini í kjörinu með 58% atkvæða gegn 42% Þorsteins. Nú hefur eins og áður kom fram listinn verið samþykktur og því Fjóla Hrund formlega orðinn oddviti flokksins í Reykjavík suður. Hún hefur undanfarin þrjú ár gegnt starfi framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.

Listinn í heild sinni: 

  1. sæti Fjóla Hrund Björnsdóttir
  2. sæti Danith Chan
  3. sæti Snorri Þorvaldsson
  4. sæti Ómar Már Jónsson
  5. sæti Anna Björg Hjartardóttir
  6. sæti Patience Adjahoe Karlsson
  7. sæti Finnur Daði Matthíasson
  8. sæti Steinunn Anna Baldvinsdóttir
  9. sæti Björn Guðjónsson
  10. sæti Sigurður Hilmarsson
  11. sæti Guðbjörg Ragnarsdóttir
  12. sæti Tomasz Rosada
  13. sæti Hólmfríður Hafberg
  14. sæti Guðlaugur Gylfi Sverrisson
  15. sæti Dorota Anna Zaroska
  16. sæti Gígja Sveinsdóttir
  17. sæti Svavar Bragi Jónsson
  18. sæti Steindór Steindórsson
  19. sæti Björn Steindórsson
  20. sæti Örn Guðmundsson
  21. sæti Hörður Gunnarsson
  22. sæti Vigdís Hauksdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert