Patrik múrar fyrir markið – Stefán Teitur lagði upp

Patrik Sigurður Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson í leik með …
Patrik Sigurður Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson í leik með U21-árs landsliðinu gegn Danmörku á EM í síðustu viku. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Patrik Sigurður Gunnarsson hélt marki sínu hreinu í enn eitt skiptið þegar Silkeborg vann Helsingör 2:0 í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Þá lagði Stefán Teitur Þórðarson upp annað marka liðsins í leiknum.

Stefán Teitur kom inn á sem varamaður í hálfleik og lagði upp fyrra mark Silkeborg á 75. mínútu. Það skoraði Nicolai Vallys og bætti hann svo við öðru marki sínu sex mínútum síðar og þar við sat.

Eftir að Patrik gekk til liðs við Silkeborg á láni frá enska B-deildarliðinu Brentford í byrjun árs hefur hann spilað sjö leiki, haldið hreinu í sex þeirra og aðeins fengið á sig eitt mark.

Silkeborg hefur auk þess unnið alla sjö leikina sem Patrik hefur tekið þátt í.

Silkeborg heldur þar með 2. sætinu í dönsku B-deildinni og er einu stigi á undan Íslendingaliði Esbjerg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert