Sjöundi Íslendingurinn smitaður

Jón Birgir Guðmundsson greindist jákvæður og þar með fækkar væntanlega …
Jón Birgir Guðmundsson greindist jákvæður og þar með fækkar væntanlega um einn á varamannabekk íslenska liðisins. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sjöunda kórónuveirusmitið í hópi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik  greindist í hraðprófi í Búdapest í morgun en að þessu sinni er ekki um leikmann að ræða.

Sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi og beðið er niðurstöðu PCR-prófs en hann er farinn í einangrun.

Meðal leikmanna sem greinst hafa með veiruna er Elvar Örn Jónsson, sonur Jóns Birgis.

Íslenska liðið er þó ekki sjúkraþjálfaralaust því hinn þrautreyndi Elís Þór Rafnsson er einnig með liðinu í Búdapest.

Enginn leikmaður greindist með veiruna í PCR-prófi sem tekið var í gærkvöld, fyrir utan sexmenningana sem eru í einangrun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert