Líðan ökumanns góð eftir atvikum

Slysið átti sér stað á Þjóðvegi 1 undir Eyjafjöllum.
Slysið átti sér stað á Þjóðvegi 1 undir Eyjafjöllum. mbl.is

Líðan ökumanns bifreiðar sem fór út af þjóðvegi 1 undir Eyjafjöllum í gær er eftir atvikum góð, en hann er enn á sjúkrahúsi. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

„Ég veit að það lítur mun betur út en það gerði í gær,“ segir Oddur í samtali við mbl.is, en frekari upplýsingar hefur hann ekki um ástand ökumannsins.

Landhelgisgæslan var kölluð út vegna slyssins í gær, en gat ekki sinnt útkallinu þar sem enginn flugstjóri var á vakt.

„Vegna veik­inda var eng­inn flug­stjóri á vakt og ekki reynd­ist unnt að kalla til flug­stjóra á frívakt til þess að manna út­kalls­hæfa áhöfn. Því gat þyrlu­sveit­in ekki sinnt þessu út­kalli, því miður,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is í gær.

Slysið var tilkynnt klukkan 11:08 í gærmorgun og viðbragðsaðilar þá strax kallaðir til, ann­ar­s­veg­ar frá Vík og hins veg­ar úr vestri, að greint var frá á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert