Sprengja á ný við spítalann

Frá vinnu við nýjan Landspítala.
Frá vinnu við nýjan Landspítala. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðvinna fyrir nýtt rannsóknarhús við Landspítalann á Hringbraut, vestan við Læknagarð er hafin og með henni tilheyrandi sprengingar, líkt og íbúar í Þingholtunum og Norðurmýrinni fengu að kynnast þegar sprengt var fyrir meðferðakjarnanum.

Sprengt verður þrisvar á dag; klukkan 11, 14.30 og 17:30 virka daga. Gefið verður hljóðmerki fyrir hverja sprengingu eins og var þegar sprengt var fyrir meðferðarkjarna.

Styrkur sprenginga verður minni en var fyrir meðferðarkjarnann og jafnframt eru þær í meiri fjarlægð þannig að áhrif ættu að vera mun minni á starfsemi spítalans en þegar sprengt var fyrir meðferðarkjarna, er kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert