Fengu ógnandi skilaboð frá Tóminu

League of Legends.
League of Legends. Grafík/Riot Games

Tvær stríðnisstiklur voru birtar á opinberum League of Legends-aðgangi á YouTube, en þær virðast gefa upp vísbendingar um væntanlega hetju frá Tóminu (e. the Void). Undir báðum stiklunum er tekin fram dag- og tímasetning, 20. maí og klukkan 19:00 á íslenskum tíma. 

Í seinasta mánuði greindu þróunaraðilar League of Legends stuttlega frá væntanlegri hetju með leiðarvísi.

Samkvæmt leiðarvísinum máttu leikmenn búast við því að „gefa sig á vald keisaraynjunnar“ og fá að bera vitni um „hið sanna andlit Tómsins“. Netverjar fóru að kalla þessa nýju hetju Keisaraynju Tómsins, en hún ber líklega nafnið Bel'Veth ef að leki reynist sannur.

Ógnar öllu Runeterra

Stríðnisstiklurnar tvær, To the the Eye of the Void og To the Prophet of the Void, eru settar upp eins og um bein skilaboð frá dularfullu nýju hetjunni sé að ræða. Skilaboðin beinast að tveimur hetjum sem finnast nú þegar innanleikjar, þeim Vel'Koz og Malzahar.

Báðar stiklur skarta ögrandi kvenmannsrödd sem kveðst ætla að endurskapa Runeterra og lýsir yfir endalokum alls sem til er.

„Auga Tómsins, verðirnir þínir eru ófærir um að skilja. Ég er Tómið, og ég mun endurskapa allt Runeterra,“ segir röddin í öðru myndbandinu, To the Eye of the Void, og er skilaboðunum beint að Vel'Koz.

Að því sögðu birtist sýn með her Tómsins að ráðast til atlögu, en hér að neðan má horfa á myndbandið.

Lýsir yfir endalokum

Í hinu myndbandinu, To the Prophet of the Void, er sýnt frá Malzahar bera vitni um eyðileggingu Shurima og önnur skilaboð berast frá sömu rödd og í fyrra myndbandi.

„Spámaður minn, keisaraynjan þín er komin. Berðu vitni um verðlaun þín, endalok alls sem til er.“

Báðar stiklur sýna frá einhverskonar mennsku andliti með þrjú augu, tvö glóandi og fjólublá augu en það þriðja er staðsett við miðju á enninu.

Auk birtingu þessarra stríðnisstikla, var opinber League of Legends-vefsíða, League Universe, uppfærð með mynd af hetjunni Kai'Sa - en hetjan virtist vera fullkomnlega spillt af völdum Tómsins.

Hér að neðan má horfa á To the Prophet of the Void.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert