KA eitt á toppnum eftir sigur í Mosfellsbæ

Thelma Dögg Grétarsdóttir, leikmaður Aftureldingar, með afturlínusmass í leiknum í …
Thelma Dögg Grétarsdóttir, leikmaður Aftureldingar, með afturlínusmass í leiknum í gærkvöldi. Ljósmynd/Sigurður Valdimar Steinþórsson

Afturelding tók á móti KA í úrvalsdeild kvenna í blaki í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Fyrir leikin voru bæði lið með fullt hús stiga, 9 stig eftir þrjá leiki, og því um sannkallaðan toppslag að ræða. 

Í leikjunum þremur hafði KA aðeins tapað einni hrinu en Afturelding engri fyrir leik gærkvöldsins.

Leikurinn var frábær skemmtun og fór fyrsta hrinan í upphækkun eftir að Afturelding var búið að leiða mest alla hrinuna. KA náði hins vegar að knýja fram sigur 31:29 eftir frábæra spennu og skemmtileg tilþrif báðum megin.

KA vann einnig aðra hrinu, 25:20, og Afturelding því komið með bakið upp við vegg þar sem þær þurftu að vinna næstu hrinu ætluðu þær sér að eygja von um að fá stig úr leiknum. 

Leikmenn Aftureldingar voru með yfirhöndina í byrjun þriðju hrinu og komust í 0:5. Liðið leiddi nánast alla hrinuna og stefndi allt í sigur heimakvenna í henn en KA stúlkur gáfust ekki upp og náðu að jafna og unnu að lokum 27:25 eftir æsispennandi hrinu.

3:0 sigur norðankvenna því staðreynd þó leikurinn hafi verið talsvert meira spennandi en lokatölurnar gefa til kynna. Sitja KA-stúlkur einar á toppi úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga, 12 talsins, að loknum fjórum leikjum.

Stigahæst í liði KA var Thea Andric með 18 stig og Paula del Olmo Gomez með 9 stig.

Í liði Aftureldingar var Thelma Dögg Grétarsdóttir stigahæst með 19 stig og María Rún Karlsdóttir með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert