Lækka leigu með nýju láni

Bjarg hefur reist íbúðahús með 99 íbúðum við Hraunbæ.
Bjarg hefur reist íbúðahús með 99 íbúðum við Hraunbæ. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Íbúðafélagið Bjarg hyggst lækka leigu stórs hóps leigjenda sinna frá 1. september, en lækkunin nemur allt að 35 þúsund krónum á mánuði. 

Ástæða lækkunarinnar er ný langtímafjármögnun á lánum félagsins hjá húsnæðis- og mannvirkjastofnun í kjölfar þess að niðurstaða náðist í ríkisstjórn um framtíðarfyrirkomulag lánveitinga stofnunarinnar á samfélagslegum forsendum til byggingar og kaupa á íbúðum. 

Skrifað verður undir viljayfirlýsingu um fjármögnunina í dag, þriðjudag, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs leigufélags, og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, undirrita viljayfirlýsinguna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert