Tækjasalir lokaðir en glíma leyfð

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Af mynd á æfingu bardagaíþróttafélagsins Mjölnis að dæma er hætt við því að einstaklingar geti smitast af kórónuveiru.

Glíma á vegum Mjölnis flokkast sem íþrótt og er því leyfileg samkvæmt nýjum sóttvarnareglum. 

„Ég er smeykur við þetta ef ég á að vera hreinskilinn. Reglurnar hjá sóttvarnalækni eru oft og tíðum sérstakar hvað íþróttir varðar,“ segir Fannar Karvel, eigandi Spörtu heilsuræktar, og bætir við að glíman fari í sama flokk og aðrar íþróttir. 

Að hans mati skýtur það skökku við að loka tækjasölum vegna hættu á snertismiti. Segir hann að Þórólfur geri engan greinarmun á hreyfingu.

Fannar Karvel.
Fannar Karvel.

Undarlegt að treysta ekki fólki

„Honum er alveg sama um skilgreiningar. Hann lítur þetta algjörlega sömu augum og aðrar íþróttar. Það er auðvitað klárlega meiri hætta af þessu en að labba í lóð. Ég veit ekki nákvæmlega hver hættan er en ég myndi halda að hún sé meiri.“

Fannar segir að margar af reglum sóttvarnalæknis stangist á. Þannig sé erfitt að túlka þær og þar með fara eftir þeim. „Fyrstu viðbrögð voru til dæmis að tækjasalurinn væri lokaður en svo er það aðeins óljóst.“

View this post on Instagram

A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert