Framleiðir 200 þúsund poka á mánuði

Iðnmark er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var af Dagbjarti Björnssyni. Sonur …
Iðnmark er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var af Dagbjarti Björnssyni. Sonur hans, Sigurjón er nú framkvæmdastjóri og systir hans, Jóhanna er fjármálastjóri. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Þótt fyrirtækið Iðnmark sé ekki á vörum margra Íslendinga frá degi til dags þekkir hvert einasta mannsbarn vörurnar sem frá fyrirtækinu streyma árið um kring. Stjörnusnakk og Stjörnupopp eru vörur sem flestir hafa bragðað á einhvern tíma á lífsleiðinni og mörgum þykir nauðsynlegt að eiga þær í einhverri mynd í búrskápnum - að minnsta kosti um jól og áramót.

Sigurjón Dagbjartsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og rætt var við hann í sérblaði sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun í tilefni þess að Creditinfo hefur nú gefið út í ellefta sinn lista yfir framúrskarandi fyrirtæki. Iðnmark er í hópi fárra fyrirtækja sem alltaf hafa vermt sæti á listanum.

200 þúsund pokar renna af færibandinu hjá Iðnmarki í mánuði …
200 þúsund pokar renna af færibandinu hjá Iðnmarki í mánuði hverjum. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Fyrirtækið er staðsett í Hafnarfirði og í hverjum mánuði framleiðir það 200 þúsund poka af snakkvörum. Sigurjón segir að einn lykillinn að góðu gengi fyrirtækisins sé stöðug vöruþróun. Meðal vöru­teg­unda sem komið hafa frá Iðnmarki og fást í búðum í dag eru Fit­n­ess-popp, Prótein-popp, Kara­mellupopp og alls kon­ar snakk­teg­und­ir. „Þar má nefna papriku­stjörn­ur, osta­stjörn­ur, Sour Créme-snakk, og svo Partý mix og skrúf­ur,“ út­skýr­ir Sig­ur­jón, en það er greini­lega lengi hægt að halda áfram að þróa snakk í ýms­ar átt­ir.

 Listann yfir fyrirtækin sem komust á framúrskarandilista Creditinfo 2020 má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK