Mæðgur dæmdar fyrir kókaínsmygl

Tollgæslan stöðvaði þær við kom­una til lands­ins í Flug­stöð Leifs …
Tollgæslan stöðvaði þær við kom­una til lands­ins í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar vegna gruns um að þær væru með fíkni­efni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Franskar mæðgur voru á mánudag dæmdar í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir smygl á rúmum 400 grömmum af kókaíni hingað til lands. 

Fíkniefnin fluttu konurnar með flugi frá Brussel í byrjun ágúst. Tollgæslan stöðvaði þær við kom­una til lands­ins í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar vegna gruns um að þær væru með fíkni­efni.

Lög­regl­an hand­tók þær í kjöl­farið og reynd­ust þær vera með fíkni­efni in­vort­is, önn­ur með sex pakkn­ing­ar og hin með fimm pakkn­ing­ar.

Mæðgurnar komu fyrir dóm og játuðu undranbragðalaust að hafa flutt efnin til landsins og féllust á að þau yrðu gerð upptæk.

Konurnar sögðust ekki eiga efnin heldur hafa flutt þau til landsins gegn þóknun Dómi þótti ekki ástæða til að draga það í efa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert