Vestri vann botnslaginn í Breiðholtinu

Ken-Jah Bosley sækir að vörn ÍR-inga en hann var mjög …
Ken-Jah Bosley sækir að vörn ÍR-inga en hann var mjög atkvæðamikill fyrir Vestra í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vestri vann gríðarlega dýrmætan sigur á ÍR í sannkölluðum fallslag í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Breiðholtinu í kvöld, 78:77.

ÍR var yfir eftir fyrsta leikhluta, 27:16, en Vestramenn löguðu stöðuna og staðan var 43:38, ÍR-ingum í hag, í hálfleik. Í þriðja hluta komust vestanmenn yfir og að honum loknum stóð 64:59, þeim í hag. Spennan var gríðarleg í lokin en Vestri hélt fengnum hlut.

Liðin eru nú jöfn með sex stig hvort í tíunda og ellefta sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan botnliði Þórs frá Akureyri.

Ken-Jah Bosley skoraði 25 stig fyrir Vestra, Julio Calver De Assis 23 og tók 13 fráköst og Rubiera Rapaso skoraði 18.

Igor Maric skoraði 19 stig fyrir ÍR, Sigvaldi Eggertsson 14 og Jordan Semple 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka