Áfall fyrir Valsmenn

Agnar Smári Jónsson í leiknum í gærkvöldi.
Agnar Smári Jónsson í leiknum í gærkvöldi. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Aganefnd HSÍ úrskurðaði í dag Valsmanninn Agnar Smára Jónsson í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í gærkvöldi.

Agnar fékk rautt spjald í blálokin fyrir að hindra Eyjamenn í að taka snöggt innkast. Skyttan fékk einnig rautt spjald í leiknum á undan gegn KA og fékk því reisupassann tvo leiki í röð.

Valur vann leikinn 28:25 en liðin mætast í annað skiptið á föstudaginn kemur og verða Valsmenn því án Agnars, sem er einn besti leikmaður liðsins. Sigurliðið úr einvíginu mætir Haukum eða Stjörnunni í úrslitum. 

Úrskurður aganefndar:

Agnar Smár Jónsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV – Vals í Úrslitakeppni Olís deildar karla þann 8.6. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert