Covid-smitaður forseti kynnti Fiala til sögunnar

Petr Fiala í október síðastliðnum.
Petr Fiala í október síðastliðnum. AFP

Petr Fiala var tilkynntur sem nýr forsætisráðherra Tékklands í óvenjulegri athöfn í morgun.

Þar talaði forsetinn Milos Zeman, sem er bundinn hjólastól, inni í einskonar plastkassa sökum þess að hann er með Covid-19.

Fiala, sem starfaði áður sem stjórnmálafræðingur, fær það verkefni að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu, sem hefur verið ein sú mesta í heiminum.

„Ég er sannfærður um að við munum brátt eiga sterka og stöðuga ríkisstjórn,“ sagði Fiala.

Búist var við því að Zeman myndi tilkynna Fiala sem nýjan forsætisráðherra á föstudaginn, degi eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi.

En sama dag var hann fluttur aftur á sjúkrahús eftir að hafa greinst með Covid-19. Hann var síðan útskrifaður af sjúkrahúsi í gær.

Milos Zeman í október síðastliðnum.
Milos Zeman í október síðastliðnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert