Handtekin eftir að tvö börn fundust látin

Sænskir lögreglubílar.
Sænskir lögreglubílar. AFP

Karl og kona hafa verið handtekin eftir að tvö börn fundust látin í sænsku borginni Södertälje í gærkvöldi.

Samkvæmt heimildum Aftonbladet virðist sem börnin hafi verið stungin.

Karlinn og konan tengjast börnunum fjölskylduböndum og er lögreglan búin að láta ættingja vita af því sem gerðist.

Lögreglan hefur girt stórt svæði af en ekki er ljóst hvar meintur glæpur átti sér stað. Lögreglumenn hafa bankað á dyr hjá nágrannafólki í von um að fá frekari upplýsingar um hvað gerðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert