Fellst ekki á að landinu sé stjórnað af hagsmunaöflum

Forsætisráðherra segist hafa þá trú að flokkarnir á Alþingi séu vandari að virðingu sinni en svo að þeir láti eingöngu stjórnast af hagsmunaöflum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra seg­ist hafa þá trú á stjórn­málum og stjórn­mála­mönnum að þeir láti ekki allir stjórn­ast af hags­mun­um. „Það væri auð­vitað veru­lega illa fyrir okkur komið ef svo væri.“

Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. For­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Logi Ein­ars­son, spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars út í það hvort hún hefði kallað eftir dæmum hvernig land­inu væri stjórnað af hags­muna­að­ilum og vís­aði í orð ráð­herr­ans síðan í síð­ustu viku þar sem hún sagði að hún vildi að seðla­banka­stjóri nefndi dæmi um slíkt.

Logi hóf mál sitt á því að minn­ast á fréttir sem birt­ust í morgun varð­andi það að norska fjár­mála­eft­ir­litið hefði sagt bank­ann DNB hafa staðið sig illa í að fram­fylgja lögum um pen­inga­þvætti árum sam­an. Kjarn­inn fjall­aði um málið í morgun en þar kemur fram að í skýrslu fjár­mála­eft­ir­lits­ins um Sam­herj­a­málið fái bank­inn ákúrur fyrir að skoða ekki sér­stak­lega milli­færslur fyrir og eftir að Sam­herj­a­málið kom upp.

Auglýsing

„Þetta þykir mjög stórt og alvar­legt mál í Nor­egi núna og er þungur áfell­is­dómur yfir þeirra helstu fjár­mála­stofn­un. Fyrir tveimur árum áttum við for­sæt­is­ráð­herra orða­stað um aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í kjöl­far slá­andi birt­ingar gagna um starf­semi Sam­herja í Namibíu og þá áhættu sem skap­ast gæti fyrir orð­spor Íslands þar sem Sam­herji er stórt og öfl­ugt fyr­ir­tæki í íslensku sam­hengi, fyr­ir­tæki sem hefur áhrif í alla kima sam­fé­lags­ins. Þá svar­aði for­sæt­is­ráð­herra því að verið væri að fara yfir hvað hægt væri að gera til að standa betur að laga- og reglu­verki til að koma í veg fyrir að slík mál end­ur­tækju sig,“ sagði Logi.

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Spurði hann í fram­hald­inu hvað hefði verið gert síðan þá. „Hvernig hafa íslensk stjórn­völd tryggt að eft­ir­lits­stofn­anir hafi styrk og getu til að takast á við svo yfir­grips­miklar rann­sókn­ir? Hefur emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, sem hefur Sam­herj­a­málið til rann­sókn­ar, nægi­legar fjár­heim­ildir og bol­magn? Er Fjár­mála­eft­ir­litið hér á landi nægi­lega vel fjár­magnað til að standa í sam­bæri­legum athug­unum og það norska? Og hefur verið gengið úr skugga um að íslenskir bankar hafi ekki verið seldir undir sams konar áhættu og nú er að afhjúp­ast í Nor­eg­i?“

Íslensk stjórn­völd gripið til marg­hátt­aðra aðgerða

Katrín svar­aði og sagð­ist vilja í fyrsta lagi nefna að úrskurð­ur­inn sem Logi vís­aði í, gagn­vart norska bank­anum DNB, varð­aði slæ­lega fram­kvæmd laga um pen­inga­þvætti.

„Ís­lensk stjórn­völd hafa gripið til marg­hátt­aðra aðgerða til að tryggja betur varnir gegn pen­inga­þvætti. Þau mál höfðu allt of lengi verið látin reka á reið­anum og þó að gripið hafi verið til aðgerða var ekki nógu hratt brugð­ist við þannig að Ísland lenti um tíma á hinum gráa lista FATF, sem við ræddum hér í þessum sal. Við vorum um leið mjög fljót af honum aftur vegna þess að við höfum verið að grípa til ráð­staf­ana til að hafa betra eft­ir­lit með pen­inga­þvætti sem þetta mál, sem hv. þing­maður nefn­ir, sner­ist um, en líka til að tryggja betur gagn­sæi í íslensku atvinnu­lífi, m.a. með skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda. Það var líka þjóð­þrifa­mál sem of langan tíma hafði tekið að breyta til batn­að­ar. Það hefur því ýmis­legt verið gert á þessu svið­i,“ sagði hún.

Varð­andi Fjár­mála­eft­ir­litið þá benti ráð­herr­ann á að Alþingi hefði sam­þykkt lög um sam­ein­ingu Seðla­banka og Fjár­mála­eft­ir­lits og væri það hennar mat og mat margra ann­arra, þar á meðal seðla­banka­stjóra, að sú sam­ein­ing hefði orðið til þess að styrkja þessar tvær stofn­anir og gera þeim betur kleift að takast á við eft­ir­lits­hlut­verk sitt.

„Raunar kom það líka fram, í þeirri vinnu sem unnin var við gerð þeirra laga, að það myndi styrkja betur hefð­bundið fjár­mála­eft­ir­lit, og líka ann­ars konar eft­ir­lits­verk­efni eins og nefnd hafa verið í tengslum við Sam­herja, og er ég þá að vitna til gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins, að hafa þarna sterka stofnun á þessu sviði. Ég tel því að ýmis­legt hafi verið gert og ég tel að þessi sam­ein­ing hafi verið til að styrkja hið mik­il­væga eft­ir­lits­hlut­verk sem um ræð­ir.“

Ósam­mála ráð­herr­anum

Logi steig aftur í pontu og sagð­ist vera ósam­mála ráð­herra um það. „Hér­aðs­sak­sókn­ari hefur auk þess sagt að þau hefðu ekki nægt fjár­magn. Geta Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hefur og verið tak­mörkuð með laga­breyt­ingum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Nú síð­ast lagði rík­is­stjórnin niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í núver­andi mynd og veikti neyt­enda­vernd svo um mun­ar.“

Benti hann á að seðla­banka­stjóri hefði stigið fram og talað um að land­inu væri stýrt af hags­muna­öfl­um. „Undir það hafa helstu hag­fræð­ingar lands­ins tekið og for­ystu­fólk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. For­sæt­is­ráð­herra gerði heldur lítið úr þessum orðum í síð­ustu viku og brást við með því að kalla eftir dæm­um.“ Spurði Logi hvort Katrín hefði fengið slík dæmi ein­hvers staðar og kallað eftir þeim.

Hér­aðs­sak­sókn­ara tryggðar fjár­heim­ildir

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að það lægi alveg skýrt fyrir að hér­aðs­sak­sókn­ara yrðu tryggðar þær fjár­heim­ildir sem þarf til að ljúka rann­sókn þessa máls. Benti hún á að málið væri enn til með­ferðar hjá hér­aðs­sak­sókn­ara og sagð­ist hún hafa fulla trú á því að emb­ættið myndi sinna verk­efni sínu af heil­indum og eins vel og hægt er.

„Já, ég kall­aði eftir dæmum vegna þess að ég held að við höfum dæmi um það að hags­muna­að­ilar beiti sér með ótæpi­legum og óhóf­legum hætti. En ég hef líka þá trú að flokk­arnir hér á Alþingi séu vand­ari að virð­ingu sinni en svo að þeir láti ein­göngu stjórn­ast af hags­muna­öfl­um. Þess vegna segi ég að þegar sagt er að land­inu sé stjórnað af hags­muna­öflum sé vænt­an­lega verið að segja að stjórn­mála­flokk­arnir hér séu allir undir stjórn hags­muna­afla. Ég fellst ekki á það,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Sagð­ist hún hins vegar vita að hags­muna­öfl reyndu mjög oft að beita sér óhóf­lega fyrir ýmsum breyt­ingum og mál­um. „Þess vegna hef ég beitt mér fyrir því og meðal ann­ars fengið sam­þykkt hér á Alþingi lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum af því að mér finnst svo mik­il­vægt að við tryggjum aukið gagn­sæi um þessi mál. En ég hef þá trú á stjórn­málum og stjórn­mála­mönnum að þeir láti ekki allir stjórn­ast af hags­mun­um. Það væri auð­vitað veru­lega illa fyrir okkur komið ef svo væri,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent