Fjögur smit og allir í sóttkví

Mynd úr safni af sýnatöku á Ítalíu.
Mynd úr safni af sýnatöku á Ítalíu. AFP

Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum og í fyrsta skipti í langan tíma voru tekin fleiri sýni á landamærunum en innanlands. Alls voru sýnin 759 talsins innanlands en 1.061 á landamærunum. Alls eru 1.136 í skimunarsóttkví.

Nú eru 174 virk smit innanlands og 496 í sóttkví. Töluvert hefur fækkað í sóttkví frá því fyrir helgi en á föstudag voru 572 í sóttkví. Eins hefur fækkað mjög í einangrun, voru 190 á föstudag en eru eins og áður sagði 174 í dag. Líkt og fram hefur komið eru fimm á sjúkrahúsi vegna Covid-19.

Nýgengi smita innanlands er nú 39,8 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur og 2,2 á landamærunum.

Tvö börn á fyrsta ári eru með smit, 32 smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 12 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og fimm í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 22 smit, 38 smit er í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 32 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 21 smit er í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, níu meðal fólks á sjö­tugs­aldri og einn á átt­ræðis­aldri er með Covid-19.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert