Vel gengur að malbika í Kömbunum

Verið er að malbika neðsta hluta Kambanna
Verið er að malbika neðsta hluta Kambanna mbl.is/Kristinn Magnússon

Hringveginum var lokað yfir Hellisheiði í morgun vegna framkvæmda. Verið er að malbika 980 metra langan kafla neðst í Kömbunum. Hellisheiði er því lokuð í báðar áttir og hefur umferð verið stýrt í gegnum Þrengslaveg í átt til Þorlákshafnar.

Upphaflega stóð til að malbika vegkaflann í gær, mánudag. Veður setti þó strik í reikninginn og fresta þurfti því framkvæmdunum um einn dag. 

Í samtali við mbl.is segir Hafsteinn Elíasson, verkefnastjóri hjá Colas, að allt gangi vel við framkvæmdirnar og að útlit væri fyrir að verkinu yrði lokið fyrir settan áætlunartíma. Áætlað var að malbikun hæfist klukkan 9 í morgun og yrði lokið fyrir klukkan 8 í kvöld.

Umferð stýrt um Þrengslaveg
Umferð stýrt um Þrengslaveg mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka