Íslenska krónan hefur veikst um 2,8% gagnvart evru frá áramótum. Miðgengi krónu á móti evru endaði í 156,1 í dag og hefur ekki verið veikara frá því að Covid-19 og aðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins voru í hámarki haustið 2020.

Hér má sjá þróun krónunnar á móti evru frá áramótum.

Gengi krónunnar styrkist mjög þegar leið á árið í fyrra en veiktist þegar nálgaðist áramótum.

Margir á fjármálamarkaði spá því nú að krónan muni ekki styrkjast fyrr en vora tekur með auknum ferðamannastraumi. Hins vegar hafa margar aðrar breytur áhrif, til dæmis kaup og sala Seðlabankans og lífeyrissjóða á gjaldeyris svo eitthvað sé nefnt.