Fá fyrirtæki á Íslandi sæti jafn ströngu eftirliti

Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum.
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum. mbl.is/​Hari

Landsnet hafnar fullyrðingum sem fram komu í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins nýverið, þess efnis að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum. Bendir Landsnet á að sá eignarstofn sem Orkustofnun miðar við í dag sé í samræmi við raunvirði flutningskerfisins.

Segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að arðsemin sé innan löglegra marka og rétt sé að halda til haga að eignastofn félagsins og meðhöndlun hans er byggður á ákvæðum raforkulaga og alþjóðlegum reikningsskilastöðlun.

„Fá fyrirtæki á Íslandi sæta jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Rekstur félagsins er yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi Landsnets er ákveðin af Orkustofnun á hverju ári og er ákvörðunin birt sem upphæð en ekki hlutfall af eigin fé. Á umræddu tímabili sem fjallað er um í greininni, árin 2011-2018, er leyfð arðsemi fyrirtækisins 31,9 milljarðar kr. en hagnaður mun lægri eða 17,9 milljarðar kr.,“ segir í tilkynningu. 

Í kjölfarið er tekið fram að arðsemi sé ákvörðuð á grundvelli vegins fjármagnskostnaðar (WACC) og Orkustofnun ákveði hana að fengnu áliti óháðra sérfræðinga. Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað sé sett viðmið um 45% eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins hafi á umræddu tímabili verið mun lægra en ofangreint viðmið.

„Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í tilkynningu til útskýringar.

Fréttatilkynning Landsnets í heild:

Arðsemi félagsins byggð á raforkulögum

Fá fyrirtæki á Íslandi sæta jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Rekstur félagsins er yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi Landsnets er ákveðin af Orkustofnun á hverju ári og er ákvörðunin birt sem upphæð en ekki hlutfall af eigin fé. Á umræddu tímabili sem fjallað er um í greininni, árin 2011-2018, er leyfð arðsemi fyrirtækisins 31,9 milljarðar kr. en hagnaður mun lægri eða 17,9 milljarðar kr. Arðsemi er ákvörðuð á grundvelli vegins fjármagnskostnaðar (WACC) og Orkustofnun ákvarðar hana að fengnu áliti óháðra sérfræðinga. Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45% eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka.

Eignarstofn í samræmi við raunvirði

Í greininni í Markaðnum er fjallað um yfirfærslu hluta af eignastofni fyrirtækisins yfir í bandaríkjadollar. Í minnisblaði Summu sem greinin er byggð á er haldið fram að gengi bandaríkjadollars 61 kr. sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta er rangt því umrætt gengi var eingöngu notað til að umbreyta eignum sem til voru í eignarstofni félagsins þann 31.7.2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyra gjaldskrá stórnotenda. Eftir það er notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. Erfitt er að átta sig á grundvelli tillögu Summu að frekar skuli taka mið af meðalgengi bandaríkjadollars 77,2 kr. sem gilti fyrir tímabilið 1.1.2000 – 31.7.2007 þar sem engin frekari rökstuðningur er fyrir því að þetta tímabil sé réttara en það sem grundvallað var í lögum.

„Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets.

Sá eignarstofn sem Orkustofnun miðar við í dag er í samræmi við raunvirði flutningskerfisins eins og það birtist endurskoðað í bókum félagsins og metið af fagaðilum. Það er rétt viðmið þegar rekstur fyrirtækisins er metinn til framtíðar. Fjármagnskostnaður félagsins í dag er í takt við leyfða arðsemi og hefur félagið endurfjármagnað sig að stórum hluta og fjármagnað stór verkefni á hagstæðum kjörum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK