Njarðvíkingar aftur í efsta sætinu

Aliyah Collier var stigahæst hjá Njarðvíkingum í kvöld.
Aliyah Collier var stigahæst hjá Njarðvíkingum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njarðvík er áfram á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, eftir leiki kvöldsins en Njarðvík sigraði Grindavík, 71:54, í Ljónagryfjunni.

Staðan í hálfleik var 32:27, Njarðvíkingum í hag og bilið breikkaði smám saman í seinni hálfleikum. Liðið er nú komið með 16 stig, tveimur meira en Valur og Fjölnir. Grindavík er áfram í sjötta sætinu með sex stig.

Aliyah Collier skoraði 18 stig fyrir Njarðvík, Laviína Joao Gomes var með 15 stig og 12 fráköst og Diane Diéné Oumou var með 13 stig og 11 fráköst.

Robbi Ryan skoraði 24 stig fyrir Grindavík og tók 10 fráköst og Edyta Ewa Falenzcyk skoraði 14 stig.

Gangur leiksins: 2:2, 7:7, 14:12, 19:16, 23:19, 27:19, 29:23, 32:27, 36:31, 43:35, 47:39, 53:43, 61:43, 65:45, 69:52, 71:54.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 18/6 fráköst/6 stolnir, Lavína Joao Gomes De Silva 15/12 fráköst, Diane Diéné Oumou 13/11 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 10, Kamilla Sól Viktorsdóttir 9/4 fráköst, Helena Rafnsdóttir 2/5 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Vilborg Jonsdottir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn.

Grindavík: Robbi Ryan 24/10 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 14/8 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 12, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2/4 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Bjarki Þór Davíðsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 36

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert