KA hóf tímabilið með heimasigri

KA-konur fagna stigi í leiknum gegn Þrótti R.
KA-konur fagna stigi í leiknum gegn Þrótti R. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA hóf keppnistímabilið í úrvalsdeild kvenna í blaki í gærkvöld með því að leggja að velli lið Þróttar úr Reykjavík í KA-heimilinu.

KA vann leikinn 3:1 og hrinurnar enduðu 25:12, 25:22, 23:25 og 25:22. 

KA er því með þrjú stig eftir fyrstu umferðina eins og Afturelding. HK er með tvö stig, Álftanes eitt en Þróttur R. og Völsungur ekkert stig, eins og Þróttur frá Neskaupstað sem sat hinsvegar hjá í fyrstu umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert