Annar lykilmaður West Ham frá út tímabilið?

Michail Antonio meiddist aftan á læri á mánudaginn.
Michail Antonio meiddist aftan á læri á mánudaginn. AFP

Michail Antonio, framherji enska knattspyrnuliðsins West Ham United, gæti misst af restinni af tímabilinu eftir að það kom í ljós að meiðsli hans aftan á læri eru alvarlegri en áður var talið.

Antonio fór meiddur af velli í sigri West Ham gegn Wolverhampton Wanderers á mánudaginn og verður frá í fjórar til sex vikur.

Þetta er annað áfallið fyrir West Ham á skömmum tíma þar sem að í síðustu viku meiddist miðjumaðurinn öflugi Declan Rice á hné og verður sömuleiðis frá í fjórar til sex vikur.

Rétt rúmlega sex vikur eru eftir af yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni og er West Ham í harðri baráttu um að ná meistaradeildarsæti í fyrsta sinn. Er liðið sem stendur í fjórða sæti deildarinnar, síðasta meistaradeildarsætinu, þegar átta umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert