fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Orðið á götunni: Sögusagnir um útgöngu Bjarna ganga í endurnýjun lífdaga – Munu Þórdís og Bjarni býtta í hálfleik?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. nóvember 2021 21:01

Er Bjarni á útleið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opinberun annars ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur þykir hafa tekist með eindæmum vel, þó mörgum þyki reyndar verkefnaskipting milli nýrra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar torskiljanleg.

Eitt vakti þó athygli þeirra sem vel fylgjast með. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sagðist um helgina og aftur í dag við RUV að ekki væri víst að hann myndi klára kjörtímabilið í fjármálaráðuneytinu. „Ég verð bráðum búinn að flytja tíu fjárlagafrumvörp, mér sýnist að ég sé að fara að flytja fjárlagafrumvarpið í níunda skipti núna og það skulum við bara láta koma í ljós. Ég útiloka ekkert að það verði breyting á því en við erum ekki að taka ákvörðun um það núna,“ sagði Bjarni við RUV fyrr í dag.

Bjarni hefur frá því hann kom fyrst inn á þing árið 2003, fyrir að verða 19 árum síðan, verið fyrirferðarmikill í íslenskri pólitík. Hann tók strax við formennsku í allsherjarnefnd í þinginu og sat jafnframt í fjárlaganefnd. Síðar varð hann formaður utanríkismálanefndar þar til flokkurinn fór í stutta útlegð frá ríkisstjórn og þingmeirihluta í kjölfar hrunsins.

Árið 2013 tók Bjarni við fjármálaráðuneytinu þar sem hann hefur setið síðan, utan 10 mánaða setu í forsætisráðuneytinu í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sem sá síðastnefndi sprengdi með miklum látum. Einn flokkur lést í sprengingunni.

Orð Bjarna nú um að hann muni hugsanlega ekki klára kjörtímabilið í fjármálaráðuneytinu hafa gefið þrálátum orðrómi um að hann kunni að vera á leið úr formannsstóli og úr pólitík alfarið byr undir báða vængi.

Þá er sagt að Bjarni kunni að vera að undirbúa starfslok sín með því að koma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í utanríkisráðuneytið, en samkvæmt þessum sömu sögumönnum þykir Rauðarárstígurinn líklegur endastaður fyrir Bjarna og þá hugsanlega sem stökkpallur í sendiherrastöðu áður en eftirlaunaárin taka við. Fylgir þessari sömu sögu þá að Þórdís sé hugsaður sem arftaki Bjarna í fjármálaráðuneytinu.

Þó tvennum sögum fari af þessu ætlaða plotti formanns Sjálfstæðisflokksins væri það óneitanlega klókt af Bjarna að búa um hnútana þannig að hann og Þórdís geti einfaldlega býttað á ráðuneytum í hálfleik. Myndi það þá óumflýjanlega skapa þau hugrenningatengsl meðal innmúraða Sjálfstæðismanna og líklegra landsfundarfara, að Þórdís sé „heir apparent,“ gæðavottuð, stimpluð og samþykkt af fráfarandi forystusveit flokksins.

Bjarni hefur alltaf neitað fyrir þessar sögusagnir og gerði það enn og aftur við RUV í morgun. Stökk Bjarni meira að segja á tækifærið og potaði aðeins í blaðamenn. „Svona þegar ég horfi tilbaka þá hafa flestir fréttamenn sem hafa spurt mig að þessu sjálfir dregið sig í hlé og það koma alltaf nýir og nýir og spyrja hvort ég sé að fara að draga mig í hlé.“ Engum blöðum er um það að fletta að meðal starfsaldur blaðamanna er töluvert styttri en meðal starfsaldur íslenskra stjórnmálamanna, en meira að segja biluð klukka er rétt tvisvar á dag og Bjarni lifir ekki að eilífu.

Kannski að stéttin hafi rétt fyrir sér í þetta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“