Sveinn gerir sig gildandi í sóknarleiknum

Sveinn Jóhannsson í leik með SönderjyskE á síðasta tímabili.
Sveinn Jóhannsson í leik með SönderjyskE á síðasta tímabili. Ljósmynd/SönderjyskE

Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur á tímabilinu fengið stærra og meira hlutverk í sóknarleik danska handknattleiksliðsins SönderjyskE.

Hinn stóri og stæðilegi Sveinn hefur á undanförnum árum mestmegnis verið notaður í vörninni en skoraði í dag fimm mörk af línunni í stóru 24:32 tapi gegn Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni.

Mörkin fimm í leik dagsins skoraði hann úr átta marktilraunum.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Sveinn skorar fimm mörk í. Hann gerði það einnig, þá úr fimm tilraunum, í 30:23 sigri gegn Holstebro í deildinni síðastliðinn laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert