Sigþóra varð Íslandsmeistari

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir á fullri ferð á Kópavogsvelli í dag.
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir á fullri ferð á Kópavogsvelli í dag. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA á Akureyri varð í dag Íslandsmeistari í 10.000 metra hlaupi kvenna en Íslandsmótið í greininni fór fram á Kópavogsvelli samhliða Íslandsmótinu í fjölþrautum sem þar stendur yfir.

Sigþóra vann mjög öruggan sigur og hljóp vegalengdina á 37:38,06 mínútum sem er hennar besti tími í greininni. 

Íris Dóra Snorradóttir úr FH varð önnur á 40:13,50 mínútum og hin gamalkunna hlaupakona Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR sem er orðin fimmtug varð þriðja á 41:01,51 mínútu.

Íris Dóra Snorradóttir á Kópavogsvelli í dag en hún varð …
Íris Dóra Snorradóttir á Kópavogsvelli í dag en hún varð önnur. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson
Fríða Rún Þórðardóttir á Kópavogsvelli í dag en hún varð …
Fríða Rún Þórðardóttir á Kópavogsvelli í dag en hún varð þriðja. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert