Viðskipti innlent

Bein útsending: Samtal um nýsköpun hjá Orkuveitunni

Boði Logason skrifar
Viðburðurinn er hluti af Innovation week sem fer fram í Reykjavík þessa dagana
Viðburðurinn er hluti af Innovation week sem fer fram í Reykjavík þessa dagana Vísir/Vilhelm

Nú stendur yfir viðburðurinn Samtal um nýsköpun á vegum Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hluti af Iceland Innovation week sem fer fram í Reykjavík um þessar mundir. 

Þar eru nýsköpunarverkefni tengd samstæðunni rædd á fróðlegan og skemmtilegan hátt. 

Horfa má á útsendinguna hér fyrir neðan.

Iceland Innovation Week er haldin í þessari viku en þar fara fram um 60 viðburðir í Grósku dagana 22.-26.maí. Þar á meðal loftlagsráðstefna Davíðs Helgasonar fjárfestis sem kallast Ok, bye. Af þessu tilefni fjallar Atvinnulífið um nýsköpun á Íslandi, meðal annars með tilliti til umhverfismála og þess árangurs sem náðst hefur í nýsköpunarumhverfinu síðustu árin.

Dagskrá:

12:00–12:15 – Opnunarræða

Vala Hjörleifsdóttir, forstöðukona Nýsköpunar og framtíðarsýnar OR

12:15–16:00 – Pallborðsumræður (í rauða húsinu við vatnsleikjasvæðið)

Umræðum stýrir Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnisstjóri OR

12:15-13:00 – Tæknigarður – tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki tengd jarðvarma

Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, nýsköpunarstjóri ON

Helga Kristín Jóhannsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs ON

13:15-14:00 – Tungumál fjölbreytileikans í mannauðsmálum

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar OR

Ásdís Eir Símonardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum

14:15–15:00 – Blöndun vatns – sameinuð hitaveita á höfuðborgarsvæðinu

Arna Pálsdóttir - verkefnastjóri nýsköpunarverkefna hjá OR

Egill Maron - sérfræðingur í nýsköpun og tækniþróun hjá Veitum

Hrefna Kristmannsdóttir - Prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri

15:15–16:00 – Fráveitan og hringrásarhagkerfið

Hlöðver Stefán Þorgeirsson - sérfræðingur fráveitu í nýsköpun og tækniþróun hjá Veitum

Sveinbjörn Ingi Grímsson - sérfræðingur í opinberri nýsköpun og viðskiptaþróun Ríkiskaupa

Reynir Sævarsson - fyrirliði nýsköpunar og þróunar hjá Eflu

Megan Elizabeth Wiegmann – umhverfisverkfræðingur hjá Veitum

Partý í Elliðaárstöð

Öllum er síðan boðið í frábært partý í Gömlu rafstöðinni í Elliðárdal.

16:05–16:15 – Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar býður gesti velkomna í dalinn

16:20–16:30 – Vísindasirkusinn Hringleikur leikur listir sínar fyrir gesti

16:30–17:00 – Leiðsögn um ný opnað Heimili Veitna

16:30–19:00 – Plötusnúður með ljúfa tóna

– Veitingar og veigar á staðnum

– Gamla rafstöðin opin gestum





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×