Fá sekt fyrir útilokun Rússa og Hvít-Rússa

Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka, sem er númer fjögur á heimslistanum, …
Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka, sem er númer fjögur á heimslistanum, er á meðal þeirra sem var meinað að taka þátt á Wimbledon-mótinu í ár. AFP/Sander Koning

WTA, samband kvenkyns tennisleikara, hefur sektað skipuleggjendur Wimbledon-mótsins fyrir að hafa meinað rússneskum og hvít-rússneskum tennisleikurum að taka þátt á mótinu vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og stuðnings Hvíta-Rússlands við hana.

WTA sektaði Tennisfélag Englands, AELTC, um 207.000 pund og Grasvalla tennissambandið, LTA, um 620.000 pund.

Bæði AELTC og LTA hafa áfrýjað sektunum en þær þarf þó að greiða að fullu áður en eða ef málið verður tekið fyrir.

Sally Bolton, framkvæmdastjóri AELTC, sagði sektina mikil vonbrigði en að félagið standi við þá ákvörðun sem það tók.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert