Þetta er ferli

Hólmar Örn Eyjólfsson sáttur með þrjú stigin.
Hólmar Örn Eyjólfsson sáttur með þrjú stigin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, var kátur þegar blaðamaður mbl.is talaði við hann eftir 4:0 sigur á ÍA í Bestu deild karla í knattspyrnu fyrr í kvöld.

„Það vantaði smá upp á í fyrri hálfleiknum, þótt við stjórnuðum leiknum vantaði tempó og við sköpuðum okkur lítið af færum, markið rétt fyrir hálfleik gerði helling fyrir okkur.“

„Í seinni hálfleik keyrðum við yfir þá, við vorum þolinmóðir, lágum aðeins til baka og leyfðum þeim að vera með boltann. Svo keyrðum við hratt á þá og þeir voru í erfiðleikum með það.“

„Valur átti frábæran síðari hálfleik, aðspurður hvort það hefðu verið einhverjar áherslubreytingar í hálfleik hafði Hólmar þetta að segja: „Nei svosem engin breyting þannig séð. Þetta er ferli, menn þurfa að kynnast hvorum öðrum og það er ekkert hlaupið að því, nú erum við að slepja þessu saman og áttum frábæran leik í kvöld.“

Hólmar talaði vel um liðsheildin í liðinu. „Mér finnst þessi hópur frábær, það vantar ekki stemmingu hjá okkur og vonandi getum við byggt ofan á það.“

Valur mætir Stjörnunni í næst á mánudaginn. 

„Það verður orkumikill leikur, það sem ég hef séð af Stjörnunni er að liðið er mjög orkumikið. Við þurfum að vera virkilega á tánum og mæta þeim í því,“ sagði Hólmar að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka